Free Delivery And Returns For Every Order!
Menu
Shopping cart
You have no items in your shopping cart.

Terms & conditions

Viðskiptaskilmálar Midgard ehf

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Midgard ehf til neytenda. Neytandinn staðfestir skilmálann með kaupum. Skilmálinn er eingögnu fáanlegur á Íslensku.

 1. Seljandi er Midgard ehf, kennitala 610116-0430, virðisaukaskattsnúmer 137129.
  Dýraríkið - Sími: 537-5000, netfang: [email protected].
  Midgard Outfitters - Sími: 575-7070, netfang: [email protected]

  Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

 2. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga á milli 18 – 22 svo fremur að pöntun sé gerð fyrir 15:00 þess dags. Eftir 15:00 eru vörur afgreiddar næsta virka dag á milli 18 – 22.

 3. Afhendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru afgreiddar á pósthús í Reykjavík að kostnaðarlausu en kaupandi ber kostnað af sendingu frá pósthúsi til neytanda. Tekið skal fram að aukalegur kostnaður er lagður á af Íslandspósti á kaupanda ef óskað er eftir póstkröfu kaupum. Pantanir dreifðar af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

 4. Verð eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti og sendingarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti eða Netgíró. Upphæðin er skuldfærð við staðfestingu kaupa. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

 5. Veittur er 20 daga skilaréttur við kaup á vörum gegn sölukvittun.

  Ef varan stenst ekki kröfur þínar eða varan er gölluð endurgreiðum við hana að fullu.
  Móttaka er í verslunum okkar eða í næsta póstúsi og sending greiðist af móttakanda.

  Ef varan er versluð á tilboðsverðum er því miður ekki hægt að skila henni.
  Lifandi dýr eru ekki í ábyrgð og ekki hægt að skila.

 6. Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslana. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld.

 7. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Almennt um skilmála neytendakaupa má finna hér –

Alþingi - Lög um neytendakaup

Alþingi - Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga